Nágranni heyrði skerandi óp 30. maí 2005 00:01 Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira