Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning 26. apríl 2005 00:01 Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira