Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning 26. apríl 2005 00:01 Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira