Allt til alls í garðinum 25. apríl 2005 00:01 Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum." Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum."
Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira