Kosið aftur innan sex vikna 24. apríl 2005 00:01 Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira