Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild 20. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira