Innlent

Hættir vegna trúnaðarbrests

Bjarni Maronsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar, hefur hætt þátttöku í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Vinstri - grænna. Bjarni segir ástæðu þessa vera trúnaðarbrest á milli hans og Gísla Gunnarssonar, forseta sveitarstjórnar. Gísli vísaði honum af fundi og kallaði til varamann þar sem hann taldi Bjarna vanhæfan við afgreiðslu máls innan sveitarstjórnarinnar. Bjarni fer nú með oddaatkvæði í sveitarstjórninni þar sem jafnmargir sveitarstjórnarmenn eru í meirihluta og minnihluta, fjórir í hvorri fylkingu, auk Bjarna. Aðspurður sagði Bjarni að hann hyggðist ekki fara í meirihlutaviðræður við aðra flokka.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×