Auðun Georg tekur starfið 30. mars 2005 00:01 "Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
"Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira