Hafís nær landi á Ströndum 14. mars 2005 00:01 Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG Fréttir Innlent Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira