Innlent

11 milljóna bætur vegna vinnuslyss

Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. Hann verður bundinn við hjólastól eftirleiðis. Hann fékk strax greiddar 2/3 bótanna en nú hefur Héraðsdómur dæmt að hann eigi að fá 3/4 en bera sjálfur skaðann að fjórðungi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×