Innlent

Flugmiði keyptur fyrir Fischer

Sæmundur Pálsson og aðrir úr stuðningsmannahópi Bobbys Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefur verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og var vel mætt. Stuðningsmenn Fischers gerðu einnig grein fyrir útlendingavegabréfi sem Útlendingastofnun hefur gefið út fyrir skáksnillinginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×