Hefnd fyrir olíumálið? 3. mars 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Búið sé að fella út mikilvægar heimildir samkeppnisyfirvalda. Lúðvík segir að við fyrstu sýn hafi virst að menn ætluðu að styrkja samkeppnislögin. Nú virðist fremur sem menn ætli að veikja lögin og felli í því skyni burt ýmis ákvæði, til að mynda heimild samkeppnisyfrvalda til að grípa til aðgerða gegn aðgerðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þá séu rökin engin fyrir því að leggja niður Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun í núverandi mynd. Eini tilgangurinn virðist vera sá að vega að sjálfstæði stofnunarinnar, koma upp pólitískri stjórn, eins konar yfirfrakka á herðum núverandi forstjóra. „Það hvarflar að manni að þetta séu aðgerðir í kjölfar hins stóra olíumáls. Að menn séu að ná einhverjum tökum á stofnuninni og koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir ennfremur að nefndin hafi lagt til að heimilað yrði að gera húsleit heima hjá forstjórum meintra samráðsfyrirtækja. Þessa heimild hafi verið að finna í drögum laganna en ekki lengur. Það sé skrítið að leita megi heima hjá manni sem er grunaður um að stela kjötlæri en ekki hinum sem eru grunaðir um að stela milljörðum. Þá segir Lúðvík mjög óeðlilegt að samkvæmt nýju lagafrumvörpunum sé ekki gert ráð fyrir að menn megi ekki eiga beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta í þeirri atvinnustarfsemi sem lögin taki til, eigi þeir sæti í Samkeppnisráði. Það hafi þó verið í gömlu lögunum.„Ég túlka þetta þannig að verið sé að setja á fót einhvers konar eftirlitsaðila með starfsemi stofnunarinnar. Ég hef miklar áhyggjur af því að pólitíkin sé í raun og veru að festa sig í sessi sem eftirlitsaðili með þessari stofnun sem verið er að setja á laggirnar,“ segir Lúðvík. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Búið sé að fella út mikilvægar heimildir samkeppnisyfirvalda. Lúðvík segir að við fyrstu sýn hafi virst að menn ætluðu að styrkja samkeppnislögin. Nú virðist fremur sem menn ætli að veikja lögin og felli í því skyni burt ýmis ákvæði, til að mynda heimild samkeppnisyfrvalda til að grípa til aðgerða gegn aðgerðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þá séu rökin engin fyrir því að leggja niður Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun í núverandi mynd. Eini tilgangurinn virðist vera sá að vega að sjálfstæði stofnunarinnar, koma upp pólitískri stjórn, eins konar yfirfrakka á herðum núverandi forstjóra. „Það hvarflar að manni að þetta séu aðgerðir í kjölfar hins stóra olíumáls. Að menn séu að ná einhverjum tökum á stofnuninni og koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir ennfremur að nefndin hafi lagt til að heimilað yrði að gera húsleit heima hjá forstjórum meintra samráðsfyrirtækja. Þessa heimild hafi verið að finna í drögum laganna en ekki lengur. Það sé skrítið að leita megi heima hjá manni sem er grunaður um að stela kjötlæri en ekki hinum sem eru grunaðir um að stela milljörðum. Þá segir Lúðvík mjög óeðlilegt að samkvæmt nýju lagafrumvörpunum sé ekki gert ráð fyrir að menn megi ekki eiga beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta í þeirri atvinnustarfsemi sem lögin taki til, eigi þeir sæti í Samkeppnisráði. Það hafi þó verið í gömlu lögunum.„Ég túlka þetta þannig að verið sé að setja á fót einhvers konar eftirlitsaðila með starfsemi stofnunarinnar. Ég hef miklar áhyggjur af því að pólitíkin sé í raun og veru að festa sig í sessi sem eftirlitsaðili með þessari stofnun sem verið er að setja á laggirnar,“ segir Lúðvík.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira