Ekki aðildarviðræður við ESB 25. febrúar 2005 00:01 Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira