Ölvun ógildir ekki bótarétt 24. febrúar 2005 00:01 Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira