Metur lánstraustið óbreytt 23. febrúar 2005 00:01 Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent