Metur lánstraustið óbreytt 23. febrúar 2005 00:01 Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira