Logandi átök um Landsvirkjun 22. febrúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira