Ekki selt til að einkavæða 22. febrúar 2005 00:01 Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira