Ekki selt til að einkavæða 22. febrúar 2005 00:01 Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira