Ekki selt til að einkavæða 22. febrúar 2005 00:01 Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira