Ekki selt til að einkavæða 22. febrúar 2005 00:01 Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í síðustu viku undrritaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri viljayfirlýsingu um málið. Í kjölfarið lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra því yfir að eftir að ríkið hefði keypt hlut borgarinnar og Akureyrar í Landsvirkjun og fyrirtækið yrði sameinað Rarik og Orkubúi Vestfjarða yrði því hugsanlega breytt í hlutfélag. Hún sagði að rekstrarforminu yrði þó aldrei breytt fyrr en eftir árið 2008. Þessi yfirlýsing ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð fulltrúa Vinstri grænna í borgarstjórnarflokki R-listans. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í R-listanum, segir orð ráðherrans algjörlega hafa komið sér í opna skjöldu. "Við höfum efnislega verið sátt við það langtímamarkmið að losa um hlut borgarinnar í Landsvirkjun," segir Björk. "En eftir að ráðherra er búinn að tilkynna það að hún ætli að einkavæða Landsvirkjun þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Viðræður borgarinnar og ríkisins eru að fara af stað og við munum ekki stöðva þær. Við áskiljum okkur hins vegar allan rétt til að greiða atkvæði gegn sölu borgarinnar á hlut sínum verði hún til þess að Landvirkjun verði einkavædd því slíkt samkomulag yrði ekki til hagsbóta fyrir Reykvíkinga." Steinunn Valdís segir að yfirlýsing Valgerðar hafi verið ótímabær. Um afstöðu fulltrúa Vinstri grænna í R-listanum til málsins segir Steinunn Valdís: "Borgarfulltrúar hafa allan rétt til að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Viðræðurnar eru bara rétt að hefjast og á þessum tímapunkti held ég að fólk eigi aðeins að slaka á og sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekki fýsilegt fyrir borgina að selja." Steinunn Valdís segist vilja aðskilja annars vegar sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun og hins vegar hugsanlegri einkavæðingu. Borgaryfirvöld eigi að hugsa um hagsmuni borgarbúa. Alþingismenn verði að síðan að takast á um það hvort gera eigi Landsvirkjun að hlutafélagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði