Hver á að eiga orkulindirnar? 22. febrúar 2005 00:01 Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira