Hver á að eiga orkulindirnar? 22. febrúar 2005 00:01 Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira