Stórt skref stigið á Alþingi 16. febrúar 2005 00:01 Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira