Innlent

10 mánuðir fyrir röð afbrota

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tuttugu og sjö ára karlmann í tíu mánaða fangelsi og til greiðslu sekta til ýmissa aðilla fyrir óvenju skrautlegan afbrotaferil á skömmum tíma í fyrra. Þeim ferli lauk með því að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í byrjun desember og hefur setið í því síðan. Á afbrotaskránni eru m.a. þjófnaðir, innbrot, nytjastuldur, fjársvik, skjalafals og umferðarlagabrot. Til dæmis var hann sjö sinnum stöðvaður við að aka bíl án réttinda og sjálfur batt hann enda á einn slíkan bíltúr þegar hann ók drukkinn á húsvegg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×