Frumvarp til að leyfa enska þuli 7. febrúar 2005 00:01 Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ráðherrum undanskildum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna frá íþróttaviðburðum án þess að nota íslenska þuli eða þýðingartexta. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins neitar því að flokkurinn sé að rétta Skjá einum hjálparhönd. Í síðustu viku úrskurðaði útvarpsrétttarnefnd að Skjá einum væri óheimilt að nota enska þuli til að lýsa enskum fótboltaleikjum. Í dag, fimm dögum síðar, hefur allur þingflokkur Sjálfstæðisflokks, að ráðherrum undanskildum, sameinast um lagafrumvarp sem leysir Skjá einn undan þessari kvöð. Þingmennirnir leggja til að íþróttaviðburðir í beinni útsendingu þurfi ekki íslenskan texta eða tal en áður var sú undantekning í lögum einskorðuð við fréttir eða fréttatengt efni. Sigurður Kári Kristjánsson, einn umræddra þingmanna, segist telja núverandi löggjöf óeðlilega og mismuna þeim sem starfi á þessum markaði því aðrir fjölmiðlar, og fjarskiptafyrirtæki eins og Síminn, séu að senda út efni með erlendu tali án allrar textunar eða lýsingar allan sólarhringinn. Sigurður segir að meginreglan verði áfram sú að erlent efni verði áfram textað eða talsett og hann telur þetta ekki vega að íslenskri tungu. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að bregðast við neikvæðum viðbrögðum við úrskurði útvarpsréttarnefndar í síðustu viku. Aðspurður segist Sigurður ekki vera að kasta björgunarhring til Skjás eins. Hann hafi t.a.m. verið flutningsmaður að máli sem lýtur að því að leyfa sölu á víni og bjór í matvöruverslunum og spyr því hvort hann sé þá að ganga erinda Baugs. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ráðherrum undanskildum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna frá íþróttaviðburðum án þess að nota íslenska þuli eða þýðingartexta. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins neitar því að flokkurinn sé að rétta Skjá einum hjálparhönd. Í síðustu viku úrskurðaði útvarpsrétttarnefnd að Skjá einum væri óheimilt að nota enska þuli til að lýsa enskum fótboltaleikjum. Í dag, fimm dögum síðar, hefur allur þingflokkur Sjálfstæðisflokks, að ráðherrum undanskildum, sameinast um lagafrumvarp sem leysir Skjá einn undan þessari kvöð. Þingmennirnir leggja til að íþróttaviðburðir í beinni útsendingu þurfi ekki íslenskan texta eða tal en áður var sú undantekning í lögum einskorðuð við fréttir eða fréttatengt efni. Sigurður Kári Kristjánsson, einn umræddra þingmanna, segist telja núverandi löggjöf óeðlilega og mismuna þeim sem starfi á þessum markaði því aðrir fjölmiðlar, og fjarskiptafyrirtæki eins og Síminn, séu að senda út efni með erlendu tali án allrar textunar eða lýsingar allan sólarhringinn. Sigurður segir að meginreglan verði áfram sú að erlent efni verði áfram textað eða talsett og hann telur þetta ekki vega að íslenskri tungu. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að bregðast við neikvæðum viðbrögðum við úrskurði útvarpsréttarnefndar í síðustu viku. Aðspurður segist Sigurður ekki vera að kasta björgunarhring til Skjás eins. Hann hafi t.a.m. verið flutningsmaður að máli sem lýtur að því að leyfa sölu á víni og bjór í matvöruverslunum og spyr því hvort hann sé þá að ganga erinda Baugs.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira