Innlent

Franski faðirinn fékk sex mánuði

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan franskan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa numið tveggja ára dóttur sína brott af heimili sínu í Reykjavík og farið með hana til Frakklands. Refsingin er öll skilorðsbundin en verjandi mannsins reiknar með að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Litla telpan, sem í dag er fimm ára, er dóttir franskra foreldra en fædd hér á landi. Móður hennar var dæmt forræði til bráðabirgða þegar telpan var tæpra tveggja ára. Faðir hennar fór með hana til Frakklands þegar hún var 21 mánaða en móðir hennar fór á eftir til Lille í Frakklandi og náði í hana á leikvelli og kom með hana aftur hingað til lands. Maðurinn var ákærður fyrir hálfu öðru ári en fór í fyrrahaust fram á að málinu yrði vísað frá dómi þar sem það væri til meðferðar í Frakklandi. Dómurinn hafnaði því og dæmdi manninn í dag til sex mánaða fangelsisvistar. Maðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og sagt brottnám barnsins hafa verið neyðarúrræði til að gæta hagsmuna telpunnar eftir skilnað foreldranna. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára en verjandi hans reiknar með að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×