Segir valdaráni afstýrt 5. febrúar 2005 00:01 Naumlega tókst að afstýra valdaráni þegar laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, hefði verið ólöglegur, að mati Unu Maríu Óskarsdóttir varaformanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir sem var stjórnarmaður í Freyju segir gleðilegt að nýjar aðildarkonur hafi verið hreinsaðar af áburði um vafasaman tilgang með veru sinni í félaginu. Aðalfundurinn var úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki vegna þess að 43 konur gengu í félagið daginn sem hann var haldinn, gerðu þar hallarbyltingu og félldu tvær konur úr stjórninni. Önnur þeirra var Una María Óskarsdóttir, varaformaður Freyju og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Það var einmitt Siv sem vakti athygli á málinu. Una segir að Freyjukonur í Kópavogi séu ánægðar með úrskurð laganefndar. Með honum hafi tekist að afstýra valdaráni. Það sé mjög alvarlegt mál þegar þingmaður úr öðru kjördæmi verði uppvís að því að hafa afskipti af félagsstarfi Freyjukvenna í Kópavogi með beinum og opinberum hætti. Slíkt vinnubrögð hafi ekki tíðkast áður í Framsóknarflokknum og margir telja þau ósæmandi og ósiðleg fyrir Framsóknarflokkinn. Því var haldið fram að hallarbyltingin svokallaða væri liður í valdatafli bræðranna Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra og varþingmanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eiginkona Páls, sem var í fylkingarbrjósti nýliðanna í Freyju hefur alfarið vísað því á bug. Hún segir að nýliðarnir séu mjög ánægðir með það að vinnubrögð þeirra hafi ekki verið kærð. Þær komi sáttar út úr þessu. Ekkert sé ólöglegt við það sem nýliðarnir hafi sagt og gert í aðdraganda fundarins, á honum og eftir hann. Nýju konurnar séu hins vegar óánægðar með að fundurinn hafi verið dæmdur ólöglegur vegna þess að stjórnin hafi ekki leitað samþykktar á lögum sem félagið vinni eftir. Aðspurð hvort hinar nýju Freyjukonur hyggist reyna áfram fyrir sér í stjórnunarstörfum fyrir Freyju segir Aðalheiður að svo verði. Þær séu komnar inn til þess að taka þátt í öflugu félagsstarfi og voni að þeim verði betur tekið næst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Naumlega tókst að afstýra valdaráni þegar laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, hefði verið ólöglegur, að mati Unu Maríu Óskarsdóttir varaformanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir sem var stjórnarmaður í Freyju segir gleðilegt að nýjar aðildarkonur hafi verið hreinsaðar af áburði um vafasaman tilgang með veru sinni í félaginu. Aðalfundurinn var úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki vegna þess að 43 konur gengu í félagið daginn sem hann var haldinn, gerðu þar hallarbyltingu og félldu tvær konur úr stjórninni. Önnur þeirra var Una María Óskarsdóttir, varaformaður Freyju og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Það var einmitt Siv sem vakti athygli á málinu. Una segir að Freyjukonur í Kópavogi séu ánægðar með úrskurð laganefndar. Með honum hafi tekist að afstýra valdaráni. Það sé mjög alvarlegt mál þegar þingmaður úr öðru kjördæmi verði uppvís að því að hafa afskipti af félagsstarfi Freyjukvenna í Kópavogi með beinum og opinberum hætti. Slíkt vinnubrögð hafi ekki tíðkast áður í Framsóknarflokknum og margir telja þau ósæmandi og ósiðleg fyrir Framsóknarflokkinn. Því var haldið fram að hallarbyltingin svokallaða væri liður í valdatafli bræðranna Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra og varþingmanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eiginkona Páls, sem var í fylkingarbrjósti nýliðanna í Freyju hefur alfarið vísað því á bug. Hún segir að nýliðarnir séu mjög ánægðir með það að vinnubrögð þeirra hafi ekki verið kærð. Þær komi sáttar út úr þessu. Ekkert sé ólöglegt við það sem nýliðarnir hafi sagt og gert í aðdraganda fundarins, á honum og eftir hann. Nýju konurnar séu hins vegar óánægðar með að fundurinn hafi verið dæmdur ólöglegur vegna þess að stjórnin hafi ekki leitað samþykktar á lögum sem félagið vinni eftir. Aðspurð hvort hinar nýju Freyjukonur hyggist reyna áfram fyrir sér í stjórnunarstörfum fyrir Freyju segir Aðalheiður að svo verði. Þær séu komnar inn til þess að taka þátt í öflugu félagsstarfi og voni að þeim verði betur tekið næst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira