Hagnast þrátt fyrir sektir 1. febrúar 2005 00:01 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira