Tíu rúður á mánuði 1. febrúar 2005 00:01 "Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
"Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira