Trúa börnunum en vantar sannanir 16. janúar 2005 00:01 Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira