Kvenfangar verr staddir en karlar 5. janúar 2005 00:01 "Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
"Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira