Splundra öllu sem á vegi verður 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira