Húsin keypt vegna snjóflóðahættu 5. janúar 2005 00:01 Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira