Innlent

Fáir út fyrir hússins dyr

Það lægði aðeins í gærkvöldi en svo kom aftur smá hvellur í morgun og það er rétt hægt að komast um göturnar, en ekki mikið meira en það," segir Guðmundur Ingþór Guðjónsson lögregluþjónn á Patreksfirði um veðurfarið. "Við höfum þó ekki þurft að aðstoða fólk við að komast á milli staða, það hefur allt sloppið," bætir hann við. Rýma hefur þurft íbúðarhús á Patreksfirði og Tálknafirði og lítil snjóflóð hafa fallið á bæði Patreksfirði og Bíldudal. Búist er við lítilli snjókomu næstu daga en norðanátt og því hætt við að snjóflóðahætta verði áfram. Pósthúsið á Patreksfirði var lokað á mánudag vegna ófærðar en opnað aftur í gær. Þá var matvöruverslun bæjarins, Kjöt og Fiskur, lokuð eftir hádegi á mánudag en opin í gær. Á norðanverðum Vestfjörðum hefur borið á vöruskorti en Einar Ásgeir Ásgeirsson, eigandi Kjöts og fisks, segir ekki illa komið fyrir sér. "Ég er í góðum málum og á von á sendingu með flutningabíl í kvöld." Hann segir þó að lítið sé að gera á meðan veðrið er svona slæmt og fáir á ferli.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×