Lítur björtum augum fram á veg 2. janúar 2005 00:01 Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira