Lítur björtum augum fram á veg 2. janúar 2005 00:01 Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira