Lítur björtum augum fram á veg 2. janúar 2005 00:01 Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira