Lítur björtum augum fram á veg 2. janúar 2005 00:01 Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira