Átta augnslys eftir fikt 2. janúar 2005 00:01 Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira
Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira