Vilja vita ef Fischer fer úr landi 30. mars 2005 00:01 Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels