Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög 25. janúar 2005 00:01 Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira