Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög 25. janúar 2005 00:01 Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira