Vetnisvagnaverkefnið framlengt? 25. júlí 2005 00:01 Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Nýorka hefur séð um verkefnið með vetnisvagnana hér á landi og hefur safnað upplýsingum fyrir framleiðandann. Á sama tíma hafa safnast dýrmætar upplýsingar um vetnisstöðina að sögn framkvæmdastjóra íslenskrar Nýorku, Jóns Björns Skúlasonar. Aðspurður um hvað verði um vagnana þegar verkefninu með þá verði endanlega lokið segir Jón það óvíst - þeir fari hugsanlega á söfn. Þegar ný kynslóð vetnisvagna verður tilbúin, sem búist er við að verði í árslok 2007, verða vagnarnir sem nú eru notaðir úreltir. Jón Björn segir reynsluna af vögnunum vera mun betri en þeir bjuggust við þó þeir séu enn mun dýrari í rekstri en dísilvagnarnir. Viðhalds- og rekstarkostnaður þeirra er um 50 prósent hærra en á dísilvögnunum og fjárfestingakostnaður mun meiri en það. Tölurnar munu þó trúlega lækka töluvert með næstu kynslóð og bilið verði líklega alveg horfið með næstu kynslóð þar á eftir. Á árunum 2010 til 2012 er stefnt að því að vetnisvagnarnir verði samkeppnishæfir við þá dísilknúnu. Það sama gildi um bíla samkvæmt framtíðarsýn flestra fyrirtækja í þessum geira. Spurður hversu orkufrek vetnisframleiðslan sé segir Jón Björn að útreikningar Nýorku geri ráð fyrir því að ef öllum bílum, strætisvögnum og fiskiskipaflota landsins yrði skipt út þyrfti álíka mikla raforku og Kárahnjúkavirkjun muni framleiða. Ákveðinn fjölda vetnisbíla þarf að fá til landsins til að grundvöllur sé fyrir því að reisa nýja vetnisstöð. Nýorka er í viðræðum við nánast alla bílaframleiðendur í heiminum til að fá vetnisbíla hingað í þróun áður en vetnisbílar verða komnir í almenna umferð en þeir búast við að það verði eftir um fimm til tíu ár. Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Nýorka hefur séð um verkefnið með vetnisvagnana hér á landi og hefur safnað upplýsingum fyrir framleiðandann. Á sama tíma hafa safnast dýrmætar upplýsingar um vetnisstöðina að sögn framkvæmdastjóra íslenskrar Nýorku, Jóns Björns Skúlasonar. Aðspurður um hvað verði um vagnana þegar verkefninu með þá verði endanlega lokið segir Jón það óvíst - þeir fari hugsanlega á söfn. Þegar ný kynslóð vetnisvagna verður tilbúin, sem búist er við að verði í árslok 2007, verða vagnarnir sem nú eru notaðir úreltir. Jón Björn segir reynsluna af vögnunum vera mun betri en þeir bjuggust við þó þeir séu enn mun dýrari í rekstri en dísilvagnarnir. Viðhalds- og rekstarkostnaður þeirra er um 50 prósent hærra en á dísilvögnunum og fjárfestingakostnaður mun meiri en það. Tölurnar munu þó trúlega lækka töluvert með næstu kynslóð og bilið verði líklega alveg horfið með næstu kynslóð þar á eftir. Á árunum 2010 til 2012 er stefnt að því að vetnisvagnarnir verði samkeppnishæfir við þá dísilknúnu. Það sama gildi um bíla samkvæmt framtíðarsýn flestra fyrirtækja í þessum geira. Spurður hversu orkufrek vetnisframleiðslan sé segir Jón Björn að útreikningar Nýorku geri ráð fyrir því að ef öllum bílum, strætisvögnum og fiskiskipaflota landsins yrði skipt út þyrfti álíka mikla raforku og Kárahnjúkavirkjun muni framleiða. Ákveðinn fjölda vetnisbíla þarf að fá til landsins til að grundvöllur sé fyrir því að reisa nýja vetnisstöð. Nýorka er í viðræðum við nánast alla bílaframleiðendur í heiminum til að fá vetnisbíla hingað í þróun áður en vetnisbílar verða komnir í almenna umferð en þeir búast við að það verði eftir um fimm til tíu ár.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira