Vetnisvagnaverkefnið framlengt? 25. júlí 2005 00:01 Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Nýorka hefur séð um verkefnið með vetnisvagnana hér á landi og hefur safnað upplýsingum fyrir framleiðandann. Á sama tíma hafa safnast dýrmætar upplýsingar um vetnisstöðina að sögn framkvæmdastjóra íslenskrar Nýorku, Jóns Björns Skúlasonar. Aðspurður um hvað verði um vagnana þegar verkefninu með þá verði endanlega lokið segir Jón það óvíst - þeir fari hugsanlega á söfn. Þegar ný kynslóð vetnisvagna verður tilbúin, sem búist er við að verði í árslok 2007, verða vagnarnir sem nú eru notaðir úreltir. Jón Björn segir reynsluna af vögnunum vera mun betri en þeir bjuggust við þó þeir séu enn mun dýrari í rekstri en dísilvagnarnir. Viðhalds- og rekstarkostnaður þeirra er um 50 prósent hærra en á dísilvögnunum og fjárfestingakostnaður mun meiri en það. Tölurnar munu þó trúlega lækka töluvert með næstu kynslóð og bilið verði líklega alveg horfið með næstu kynslóð þar á eftir. Á árunum 2010 til 2012 er stefnt að því að vetnisvagnarnir verði samkeppnishæfir við þá dísilknúnu. Það sama gildi um bíla samkvæmt framtíðarsýn flestra fyrirtækja í þessum geira. Spurður hversu orkufrek vetnisframleiðslan sé segir Jón Björn að útreikningar Nýorku geri ráð fyrir því að ef öllum bílum, strætisvögnum og fiskiskipaflota landsins yrði skipt út þyrfti álíka mikla raforku og Kárahnjúkavirkjun muni framleiða. Ákveðinn fjölda vetnisbíla þarf að fá til landsins til að grundvöllur sé fyrir því að reisa nýja vetnisstöð. Nýorka er í viðræðum við nánast alla bílaframleiðendur í heiminum til að fá vetnisbíla hingað í þróun áður en vetnisbílar verða komnir í almenna umferð en þeir búast við að það verði eftir um fimm til tíu ár. Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Nýorka hefur séð um verkefnið með vetnisvagnana hér á landi og hefur safnað upplýsingum fyrir framleiðandann. Á sama tíma hafa safnast dýrmætar upplýsingar um vetnisstöðina að sögn framkvæmdastjóra íslenskrar Nýorku, Jóns Björns Skúlasonar. Aðspurður um hvað verði um vagnana þegar verkefninu með þá verði endanlega lokið segir Jón það óvíst - þeir fari hugsanlega á söfn. Þegar ný kynslóð vetnisvagna verður tilbúin, sem búist er við að verði í árslok 2007, verða vagnarnir sem nú eru notaðir úreltir. Jón Björn segir reynsluna af vögnunum vera mun betri en þeir bjuggust við þó þeir séu enn mun dýrari í rekstri en dísilvagnarnir. Viðhalds- og rekstarkostnaður þeirra er um 50 prósent hærra en á dísilvögnunum og fjárfestingakostnaður mun meiri en það. Tölurnar munu þó trúlega lækka töluvert með næstu kynslóð og bilið verði líklega alveg horfið með næstu kynslóð þar á eftir. Á árunum 2010 til 2012 er stefnt að því að vetnisvagnarnir verði samkeppnishæfir við þá dísilknúnu. Það sama gildi um bíla samkvæmt framtíðarsýn flestra fyrirtækja í þessum geira. Spurður hversu orkufrek vetnisframleiðslan sé segir Jón Björn að útreikningar Nýorku geri ráð fyrir því að ef öllum bílum, strætisvögnum og fiskiskipaflota landsins yrði skipt út þyrfti álíka mikla raforku og Kárahnjúkavirkjun muni framleiða. Ákveðinn fjölda vetnisbíla þarf að fá til landsins til að grundvöllur sé fyrir því að reisa nýja vetnisstöð. Nýorka er í viðræðum við nánast alla bílaframleiðendur í heiminum til að fá vetnisbíla hingað í þróun áður en vetnisbílar verða komnir í almenna umferð en þeir búast við að það verði eftir um fimm til tíu ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira