Björgólfur á meðal ríkustu manna 11. mars 2005 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira