Gefa ekki rétta mynd af hagnaðinum 2. nóvember 2005 17:30 Kaupréttarsamningarnir geta orðið til þess að hagnaðartölur gefi ekki rétta mynd af afkomu fyrirtækja þar sem þeir koma ekki fram í bókhaldi. Þarna getur munað tugum prósenta. Helstu stjórnendur keyptu nú í vikunni hlutabréf í Kaupþingi banka í samræmi við kaupréttarsamninga en gríðarleg mótmælaalda reis í þjóðfélaginu fyrir tveimur árum þegar svipuð kaup áttu sér stað. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að kaupréttarsamningarnir hafi meiri hvata í för með sér en ella fyrir stjórnendurna að gera sitt til að hlutabréfaverð hækki. Þetta sé afkastahvetjandi launakerfi fyrir stjórnendur. Gagnrýnin sé þrenns konar. Stjórnendur fái tekjur af allt annarri stærðargráðu en almennir launamenn þurfi að sætta sig við og menn sjái ofsjónum yfir því. Sú gagnrýni heyrist líka að verið sé að borga stjórnendum full mikið fyrir almenn stjórnunarstörf. Í þriðja lagi má nefna gagnrýni sem er ofarlega á baugi í Bandaríkjunum en hefur lítið heyrst hér á landi. Kostnaður vegna kaupréttarsamninga kemur ekki fram í bókhald fyrirtækja og gefur bókhaldið því skakka mynd og það getur valdið ákveðnum vandræðum á fjármálamörkuðum. Ef stjórnendur eða starfsmenn fyrirtækja fá greitt í hlutabréfum á miklu undirverði þá segir Gylfi að einhver kostnaður geti verið af því fyrir fyrirtækið en hann hverfi í bókhaldinu og sjáist ekki. Í sumum tilfellum geti verið um verulegar upphæðir að ræða og það geti haft marktæk áhrif á hagnaðinn, þar geti jafnvel munað tugum prósenta. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Kaupréttarsamningarnir geta orðið til þess að hagnaðartölur gefi ekki rétta mynd af afkomu fyrirtækja þar sem þeir koma ekki fram í bókhaldi. Þarna getur munað tugum prósenta. Helstu stjórnendur keyptu nú í vikunni hlutabréf í Kaupþingi banka í samræmi við kaupréttarsamninga en gríðarleg mótmælaalda reis í þjóðfélaginu fyrir tveimur árum þegar svipuð kaup áttu sér stað. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að kaupréttarsamningarnir hafi meiri hvata í för með sér en ella fyrir stjórnendurna að gera sitt til að hlutabréfaverð hækki. Þetta sé afkastahvetjandi launakerfi fyrir stjórnendur. Gagnrýnin sé þrenns konar. Stjórnendur fái tekjur af allt annarri stærðargráðu en almennir launamenn þurfi að sætta sig við og menn sjái ofsjónum yfir því. Sú gagnrýni heyrist líka að verið sé að borga stjórnendum full mikið fyrir almenn stjórnunarstörf. Í þriðja lagi má nefna gagnrýni sem er ofarlega á baugi í Bandaríkjunum en hefur lítið heyrst hér á landi. Kostnaður vegna kaupréttarsamninga kemur ekki fram í bókhald fyrirtækja og gefur bókhaldið því skakka mynd og það getur valdið ákveðnum vandræðum á fjármálamörkuðum. Ef stjórnendur eða starfsmenn fyrirtækja fá greitt í hlutabréfum á miklu undirverði þá segir Gylfi að einhver kostnaður geti verið af því fyrir fyrirtækið en hann hverfi í bókhaldinu og sjáist ekki. Í sumum tilfellum geti verið um verulegar upphæðir að ræða og það geti haft marktæk áhrif á hagnaðinn, þar geti jafnvel munað tugum prósenta.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira