Erlent

Roberts samþykktur í nefnd

Nefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær John Roberts sem nýjan forseta hæstaréttar Bandaríkjanna.Þrettán nefndarmanna greiddu Róberts atkvæði sitt, en fimm voru andsnúnir skipun hans. Skipun hins íhaldssama Róberts á enn eftir að fara í gegnum öldungadeildina sjálfa, sem fjallar um málið í næstu viku. Fastlega er búist við að allir Repúblikanarnir þar gefi honum grænt ljós á að hefja störf og þar með verði hann orðinn yfirmaður hæstaréttar strax næsta fimmtudag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×