Hugsanlega engin niðursveifla 24. maí 2005 00:01 Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira