Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn 30. ágúst 2005 00:01 "Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
"Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira