Varkárni og taugaveiklun í London 2. ágúst 2005 00:01 Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira