Fangelsi og 30 milljóna sekt 21. febrúar 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira