Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli 24. júní 2005 00:01 Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira