Veðurguðirnir voru hliðhollir 1. febrúar 2005 00:01 "Það má segja að það hafi allt verið okkur til láns í þessu óláni að missa stýrið," sagði Halldór Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Dettifossi, en skipið rak stjórnlaust undan veðri og vindum undan suðausturströndinni frá laugardegi til sunnudags. Að sögn Halldórs skipstjóra fóru vindhviður í 33 metra á sekúndu og haugasjór var. "Við vorum komnir nokkuð langt austur af Eystra-Horni á leið til Eskifjarðar þegar bilunarinnar varð vart. Það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort stýrisvélin væri biluð, en þegar í ljós kom að svo var ekki, var ljóst að eitthvað var að stýrinu, það jafnvel farið af. Það kom svo í ljós að um einn meter var eftir af því. Ég hef verið til sjós í 40 ár og aldrei lent í því að vera á skipi sem misst hefur stýrið, hvað þá að það hafi komið fyrir mig sem skipstjóra." Á skipinu eru þrettán menn, allt Íslendingar. "Öll samskipti við Gæsluna voru góð, þar eru menn sem við þekkjum bara af góðu og kunna til verka. Annað skipið hefði aldrei komið okkur til hafnar í þessu veðri." Kafarar hafa skoðað skemmdirnar á stýrisbúnaði Dettifoss. Ómögulegt er að segja til um orsakir þess að Dettifoss varð stýrisvana fyrr en skipið er komið í þurrkví. Halldór segir útilokað að skipið hafi tekið niðri. Ákveðið hefur verið að skipið verði dregið til Rotterdam. Dráttarskipið Primus, sem er öflugt þýskt dráttarskip, dregur Dettifoss og er Primus væntanlegt til Eskifjarðar á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
"Það má segja að það hafi allt verið okkur til láns í þessu óláni að missa stýrið," sagði Halldór Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Dettifossi, en skipið rak stjórnlaust undan veðri og vindum undan suðausturströndinni frá laugardegi til sunnudags. Að sögn Halldórs skipstjóra fóru vindhviður í 33 metra á sekúndu og haugasjór var. "Við vorum komnir nokkuð langt austur af Eystra-Horni á leið til Eskifjarðar þegar bilunarinnar varð vart. Það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort stýrisvélin væri biluð, en þegar í ljós kom að svo var ekki, var ljóst að eitthvað var að stýrinu, það jafnvel farið af. Það kom svo í ljós að um einn meter var eftir af því. Ég hef verið til sjós í 40 ár og aldrei lent í því að vera á skipi sem misst hefur stýrið, hvað þá að það hafi komið fyrir mig sem skipstjóra." Á skipinu eru þrettán menn, allt Íslendingar. "Öll samskipti við Gæsluna voru góð, þar eru menn sem við þekkjum bara af góðu og kunna til verka. Annað skipið hefði aldrei komið okkur til hafnar í þessu veðri." Kafarar hafa skoðað skemmdirnar á stýrisbúnaði Dettifoss. Ómögulegt er að segja til um orsakir þess að Dettifoss varð stýrisvana fyrr en skipið er komið í þurrkví. Halldór segir útilokað að skipið hafi tekið niðri. Ákveðið hefur verið að skipið verði dregið til Rotterdam. Dráttarskipið Primus, sem er öflugt þýskt dráttarskip, dregur Dettifoss og er Primus væntanlegt til Eskifjarðar á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira