Halldór áhyggjulaus 7. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Í könnun Fréttablaðsins var spurt: Til hvaða stjórnmálamanns berðu minnst traust um þessar mundir? Yfirgnæfandi meirihluti svarenda nefnir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, eða rúmur þriðjungur. Á eftir Halldóri er Davíð Oddsson oftast nefndur á nafn en þrátt fyrir það hefur trúverðugleiki hans aukist frá síðustu könnun sem gerð var í september. Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðni Ágústsson eru svo næst í röðunni. Öll eru þau nefnd oftar á nafn nú en í síðustu könnun. Fyrir forsætisráðherra tekur ekki betra við þegar spurt er: Til hvaða stjórnmálamanns berðu mest traust um þessar mundir? Davíð Oddsson er sá sem þjóðin ber mest traust til. Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde koma næst og hafa, líkt og Davíð, bætt við sig frá síðustu könnun. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er svo fimmti í röðinni. Aðeins 3,8% svarenda segja forsætisráðherra þann stjórnmálamenn sem þeir bera mest traust til. Fallið er hátt því hlutfallið var rúm 16 prósent í síðustu könnun. Halldór segir svona ganga upp og niður og að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. „En þetta er eitthvað sem við siglum í gegnum,“ segir forsætisráðherra. Þrátt fyrir að fylgi Framsóknarflokksins hafi mælst 8% í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku ná þeir sem mest traust bera til forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins ekki fjórum prósentum eins og áður sagði. Hann telur þó ekki að það sé til marks um dvínandi traust framsóknarmanna til formanns síns. Halldór keðst telja að hann hafi mjög tryggt bakland í flokknum sem og hinum stjórnarflokknum. Úrtakið í könnun Fréttablaðsins var 800 manns og skiptist jafnt milli kynja og kjördæma. Ríflega helmingur aðspurðra kaus að svara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Í könnun Fréttablaðsins var spurt: Til hvaða stjórnmálamanns berðu minnst traust um þessar mundir? Yfirgnæfandi meirihluti svarenda nefnir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, eða rúmur þriðjungur. Á eftir Halldóri er Davíð Oddsson oftast nefndur á nafn en þrátt fyrir það hefur trúverðugleiki hans aukist frá síðustu könnun sem gerð var í september. Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðni Ágústsson eru svo næst í röðunni. Öll eru þau nefnd oftar á nafn nú en í síðustu könnun. Fyrir forsætisráðherra tekur ekki betra við þegar spurt er: Til hvaða stjórnmálamanns berðu mest traust um þessar mundir? Davíð Oddsson er sá sem þjóðin ber mest traust til. Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde koma næst og hafa, líkt og Davíð, bætt við sig frá síðustu könnun. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er svo fimmti í röðinni. Aðeins 3,8% svarenda segja forsætisráðherra þann stjórnmálamenn sem þeir bera mest traust til. Fallið er hátt því hlutfallið var rúm 16 prósent í síðustu könnun. Halldór segir svona ganga upp og niður og að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. „En þetta er eitthvað sem við siglum í gegnum,“ segir forsætisráðherra. Þrátt fyrir að fylgi Framsóknarflokksins hafi mælst 8% í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku ná þeir sem mest traust bera til forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins ekki fjórum prósentum eins og áður sagði. Hann telur þó ekki að það sé til marks um dvínandi traust framsóknarmanna til formanns síns. Halldór keðst telja að hann hafi mjög tryggt bakland í flokknum sem og hinum stjórnarflokknum. Úrtakið í könnun Fréttablaðsins var 800 manns og skiptist jafnt milli kynja og kjördæma. Ríflega helmingur aðspurðra kaus að svara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira