Smyglaði kókaíni undir hárkollu 18. mars 2005 00:01 Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira