Smyglaði kókaíni undir hárkollu 18. mars 2005 00:01 Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira