Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru fikta við eldfiman vökva í Grafarvogi fyrir rúmum tveimur vikum er enn á gjörgæslu, að sögn vakthafandi læknis. Ástand drengsins er stöðugt en óljóst er hvenær hann verður fluttur á almenna deild þar sem félagi hans dvelur nú, en hann brenndist ekki eins illa.
